ARB BASE Rack toppgrindur
ARB setur ný viðmið með þessum toppgrindum. Lágbyggður og níðsterkur rammi úr áli sem er soðinn saman (en ekki hnoðaður eins og á ódýrari grindum).
,,Dovetail" festibrautir eru á ytri brún grindarinnar allan hringinn og auk þess á þverbitum, en þessi nýjung dregur úr vindhljóði og er mun þægilegri leið til að festa aukahluti á grindina heldur en hefðbundnar ,,T-slot" brautir. Sjón er sögu ríkari.
Grindurnar eru til í ýmsum stærðum og festisett á ýmsar gerðir bíla og fleiri gerðir væntanlegar 2022. Athugið að úrvalið sem hér er til sýnis er ekki tæmandi. Hafðu samband ef þú finnur ekki toppgrind á þinn bíl
Ýmsar festingar og aukahlutir eru fáanlegir á BASE Rack.
Því miður fundust engar vörur við leitina.