INEOS GRENADIER

DRIF fékk til meðferðar glænýjan Ineos Grenadier nýverið.

 Þetta er magnaður jeppi með vönduðum frágangi, nóg af afli og þrælgóður í torfærum.

 En lengi má gott bæta svo að við hönnuðum nokkra aukahlutapakka sem verða í boði hjá Grenadier  umboðinu á Íslandi:

  • Toppgrindarfestingar fyrir ARB Base Rack toppgrindur.
  • Loftdælusett með festingum undir aftursæti.
  • Vision X uppfærsla á kösturum í grilli, margfalt öflugri ljós sem eru fáanleg með hvítum, gulum og appelsínugulum geisla.
  • Ledbar festingar á stuðara fyrir Vision X Unite ledbar, fáanlegt í ýmsum litum og útfærslum.

 Allur rafbúnaður er tengdur í rofaborð sem er staðalbúnaður í þessari útfærslu af Grenadier, allur frágangur eins og frá verksmiðju eða betri.

 

Verðir – Grenadier umboðið á Íslandi, hafa DRIF bílinn til sýnis í sýningarsal sínum, Gylfaflöt 15.