Tilkeyrsla á drifum

Þegar skipt er um drifhlutföll í bíl er mikilvægt að tilkeyra þau á réttan hátt til að tryggja góða endingu.

Nýtt drifhlutfall myndar meiri hita í byrjun og ef hitinn verður of mikill í lengri tíma getur það endað illa.

Drif.is mælir með eftirfarandi ferli þegar ný drifhlutföll eru komin í bílinn:

  • Í fyrsta akstri ætti að aka rólega og vera léttur á gjöfinni (engin spyrna, spól eða brun, ekki draga kerru eða aka á þjóðvegahraða).
  • Gott er að fara á rúntinn innanbæjar í 15-20 mínútur. Síðan halda heim og leyfa drifinu að kólna alveg í amk klukkustund.
  • Ofangreint skal endurtaka 2-3 sinnum.
  • Að því loknu má aka úti á þjóðvegi á löglegum hraða og láta drifið kólna eins og áður. Þetta skal endurtaka amk. 2 sinnum.
  • Að lokum skal skipta um olíu á drifi eftir um það bil 1000km.

Fylgið leiðbeiningum framleiðanda varðandi olíuskipti. Athugið þó að ef bíllinn er á stórum dekkjum eða ekur reglulega undir miklu álagi (fjallaferðir eða dráttur eftirvagna) er nauðsynlegt að fylgjast vel með lit á olíu og skipta oftar ef þörf krefur.

Aftur í blogg