Fréttir
ARB bætist í hópinn
Höfundur Gisli Sverrisson þann

Það er afar ánægjulegt að segja frá því að DRIF er núna viðurkenndur söluaðili ARB á Íslandi. ARB hefur yfir að ráða gríðarmiklu úrvali af aukahlutum fyrir jeppa ásamt vönduðum ferðavörum. Old Man Emu (OME) fjöðrunarbúnaður er einnig hluti af ARB vöruúrvalinu og er þar að finna dempara, gorma og fjaðrir í flestar gerðir jeppa og pallbíla. Hér eru dæmi um nokkrar vinsælar vörur frá ARB sem við munum taka á lager á næstunni eða sérpanta eftir óskum: Loftlásar Loftdælur OME gormar og demparar BP51 internal bypass demparar Kæli/frystikistur fyrir 12 volt Simpson III topptjöld Tjaldstólar og borð Toppgrindur í...
Tilkeyrsla á drifum
Höfundur Gisli Sverrisson þann
Þegar skipt er um drifhlutföll í bíl er mikilvægt að tilkeyra þau á réttan hátt til að tryggja góða endingu. Nýtt drifhlutfall myndar meiri hita í byrjun og ef hitinn verður of mikill í lengri tíma getur það endað illa. Drif.is mælir með eftirfarandi ferli þegar ný drifhlutföll eru komin í bílinn: Í fyrsta akstri ætti að aka rólega og vera léttur á gjöfinni (engin spyrna, spól eða brun, ekki draga kerru eða aka á þjóðvegahraða). Gott er að fara á rúntinn innanbæjar í 15-20 mínútur. Síðan halda heim og leyfa drifinu að kólna alveg í amk klukkustund. Ofangreint skal...
- Merki: drifhlutföll, fróðleikur