Vision X Adventure Series kastarar (par)
Vision X Adventure Series kastarar (par)
Vision X Light Cannon Adventure Halo LED Driving Light Kit
Adventure serían frá Vision X byggir á hinum hinum vinsælu Cannon lkösturum með viðbættum eiginleikum. Útkoman er ljós með breiðara notkunarsvið og miklum afköstum. Þessi kastari skilar geisla sem er fullkomið hlutfall lengdar og breiddar og hentar jafnvel fyrir þjóðvegaakstur í myrkri, sem og hálendis og snjóakstur.
Stærri gerðin (8.7") hefur 14st 10 watta CREE ljósdíóður og aflmesti kastari sinnar stærðar á markaðnum.
Dýpt utanmáls er aðeins 103mm sem auðveldar ísetningu og gefur ýmsa mögleika á staðsetningu af svo stórum kastara að vera. Öflugar festingar sem leyfa 45° stillingu upp/niður (velting).
Vatnsvarnarstuðullinn er að sjálfsögðu af hæstu gerð, IP68/IP69K
,,Halo" baklýsingin gefur bílnum fallega ásjónu og má ýmist tengja með stöðuljósum eða um sérstakan rofa.
Vörunúmer | Stærð |
Raw lumen |
1 Lux @ |
Wött |
CGA-CPMH8MEKIT | 6.7 | 8.560 lm | 570m | 70w |
CGA-CPMH14MEKIT | 8.7 | 14.980 lm | 700m | 140w |
25 Kastarar í einum
Hægt er að breyta lögun geisla og lit á 25 mismunandi vegu eftir því hvaða ljósahlíf þú velur á kastarann (selt sér).